Haukar kæra framkvæmd leiksins gegn Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 12:25 Haukar hafa kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu. Vísir/Snædís Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi. Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira