Misskilningur Sauðkrækings Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. mars 2023 10:01 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun