Máté: Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt! Siggeir Ævarsson skrifar 23. mars 2023 22:49 Maté Dalmay var ekki sáttur við hversu linir og vælandi hans menn voru í kvöld Vísir / Hulda Margrét Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld. Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“ Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“
Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins