Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2023 20:00 Yfirlögfræðingur umboðsmans skuldara kallar eftir lagabreytingu. arnar halldórsson Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“ Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“
Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12