Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 15:20 Bæði gömul og nýleg hús eru í námunda við sinueldinn. Vísir/Egill Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22