Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:31 Guðlaugur Victor Pálsson getur brugðið sér í ýmis hlutverk. Getty/Alex Grimm Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira