Félög eins og Liverpool gætu fengið Gavi frítt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 09:30 Gavi og félagar í Barcelona er á góðri leið með því að tryggja sér spænska meistaratitilinn en hér er hann í leik á móti Real Madrid. Getty/Alex Caparros Spænska undrabarnið Gavi gæti yfirgefið Barcelona í sumar vegna þess að spænska félaginu ætlar ekki að takast að fullgilda nýjan risasamning hans. Það lítur út fyrir að Liverpool sé að missa af Jude Bellingham lestinni en á sama tíma aukast líkurnar á því að félagið geti nælt í hinn átján ára gamla spænska miðjumann Gavi. Gavi hefur þegar stimplað sig inn hjá bæði Barcelona og spænska landsliðinu og það leit út fyrir að hann ætti sér mjög bjarta framtíð hjá Katalóníufélaginu. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport) Gavi ætlaði sér líka að vera áfram leikmaður Barcelona og hafði skrifað undir nýjan samning með uppkaupsákvæði upp á einn milljarð evra eða um 151 milljarð íslenskra króna. Málið er að Barcelona gat ekki staðfest samninginn vegna slæmrar rekstrarstöðu félagsins. Þeir fengu ekki tilskilin leyfi hjá spænska knattspyrnusambamdinu þar sem þeir eru yfir launaþakinu. Barcelona reyndi að áfrýja þeim úrskurði en henni var nú síðast vísað frá. Gavi er áfram á unglingasamningi en hann rennur út í sumar. Hann má því spila með Barcelona fram á vor þótt að félagið geti ekki framlengt við hann. Takist Barcelona ekki að ganga frá hans málum fyrir 30. júní þá getur strákurinn farið frítt og það er vitað af miklum áhuga hjá Liverpool sem vantar nauðsynlega ferskar fætur inn á miðjuna. Liverpool er hins vegar ekki eina félagið sem hefur áhuga á þessum frábæra unga leikmanni. Barcelona s appeal to register Gavi has been rejected. He will return to his youth contract and lose his #6 shirt. The youth contract includes a clause that allows him to leave on free in the summer. #LFCHope free players fit the Liverpool transfer budget. Go get him!!! pic.twitter.com/DebVmrjUZ6— Zubin Daver (@zubinofficial) March 21, 2023 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Það lítur út fyrir að Liverpool sé að missa af Jude Bellingham lestinni en á sama tíma aukast líkurnar á því að félagið geti nælt í hinn átján ára gamla spænska miðjumann Gavi. Gavi hefur þegar stimplað sig inn hjá bæði Barcelona og spænska landsliðinu og það leit út fyrir að hann ætti sér mjög bjarta framtíð hjá Katalóníufélaginu. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport) Gavi ætlaði sér líka að vera áfram leikmaður Barcelona og hafði skrifað undir nýjan samning með uppkaupsákvæði upp á einn milljarð evra eða um 151 milljarð íslenskra króna. Málið er að Barcelona gat ekki staðfest samninginn vegna slæmrar rekstrarstöðu félagsins. Þeir fengu ekki tilskilin leyfi hjá spænska knattspyrnusambamdinu þar sem þeir eru yfir launaþakinu. Barcelona reyndi að áfrýja þeim úrskurði en henni var nú síðast vísað frá. Gavi er áfram á unglingasamningi en hann rennur út í sumar. Hann má því spila með Barcelona fram á vor þótt að félagið geti ekki framlengt við hann. Takist Barcelona ekki að ganga frá hans málum fyrir 30. júní þá getur strákurinn farið frítt og það er vitað af miklum áhuga hjá Liverpool sem vantar nauðsynlega ferskar fætur inn á miðjuna. Liverpool er hins vegar ekki eina félagið sem hefur áhuga á þessum frábæra unga leikmanni. Barcelona s appeal to register Gavi has been rejected. He will return to his youth contract and lose his #6 shirt. The youth contract includes a clause that allows him to leave on free in the summer. #LFCHope free players fit the Liverpool transfer budget. Go get him!!! pic.twitter.com/DebVmrjUZ6— Zubin Daver (@zubinofficial) March 21, 2023
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira