CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 14:34 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári. Leikjavísir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári.
Leikjavísir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira