Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 12:31 Erling Braut Haaland hefur bókstaflega raðað inn mörkum að undanförnu fyrir Manchester City. EPA-EFE/Adam Vaughan „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira