Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2023 19:00 Hákon Arnar í einum af sjö A-landsleikjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira