Í fjögur ár með skemmt eista Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 21. mars 2023 08:00 Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun