Hafðu samband ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undirmönnuð) Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir skrifar 20. mars 2023 08:31 Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun