Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 11:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir ágang máva stærra vandamál en margan grunar. Stöð 2/Arnar Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum. Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum.
Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15
Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01