Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 09:57 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir bersýnilegt að Pútín sé sekur um stríðsglæpi og segir Alþjóðlega sakamáladómstólinn hafa sent sterk skilaboð. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023 Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira