Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 14:06 Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Hann segir að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“. Vísir/Vilhelm/Vinstri græn Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. Þetta segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Björg Eva segir að skráðir félagar í hreyfingunni séu nú rétt innan við sex þúsund en landsfundur flokksins hefst í Hofi á Akureyri síðar í dag þar sem búist sé við um tvö hundruð manns. Ekki hægt að gefa afslátt alltaf Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt félögum sínum í hreyfingunni í morgun að hann hefði sagt skilið við flokkinn. Hann segist þó ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið. Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Í skilaboðum Bjarts til félaga sinna segir hann um úrsögnina að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“ og vísar þar sérstaklega til útlendingafrumvarpsins. Þá þurfi að breyta um stefnu og kalla „apparatið eitthvað annað, því þetta [sé] ekki lengur vinstri sinnuð stjórnmálahreyfing“. Varaþingmaður hættur Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, tilkynnti í gær að hann hafi sagt sig úr flokknum vegna samþykkt útlendingafrumvarpsins. Sömuleiðis tilkynnti Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, að hún hefði sagt skilið við flokkinn. Vinstri græn Tengdar fréttir „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Þetta segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Björg Eva segir að skráðir félagar í hreyfingunni séu nú rétt innan við sex þúsund en landsfundur flokksins hefst í Hofi á Akureyri síðar í dag þar sem búist sé við um tvö hundruð manns. Ekki hægt að gefa afslátt alltaf Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt félögum sínum í hreyfingunni í morgun að hann hefði sagt skilið við flokkinn. Hann segist þó ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið. Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Í skilaboðum Bjarts til félaga sinna segir hann um úrsögnina að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“ og vísar þar sérstaklega til útlendingafrumvarpsins. Þá þurfi að breyta um stefnu og kalla „apparatið eitthvað annað, því þetta [sé] ekki lengur vinstri sinnuð stjórnmálahreyfing“. Varaþingmaður hættur Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, tilkynnti í gær að hann hafi sagt sig úr flokknum vegna samþykkt útlendingafrumvarpsins. Sömuleiðis tilkynnti Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, að hún hefði sagt skilið við flokkinn.
Vinstri græn Tengdar fréttir „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48