„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. mars 2023 22:53 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir andvaraleysi meirihlutans. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira