Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:25 Kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum valda mörgum hugarangri og óttast er að umræddar jarðir verði ekki lengur aðgengilegar almenningi. GETTY/Ágúst Eiríksson/Bítið Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun. Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun.
Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira