Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2023 10:00 Arnar Þór Viðarsson er á sínu þriðja ári sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina? Já og nei. Byrjum á því að draga frá og hleypa sólarljósinu (í mesta gluggaveðri í heimi) inn. Fyrir það fyrsta erum við með okkar sterkasta lið í fyrsta sinn í háa herrans tíð ef frá eru taldir Birkir Bjarnason, sem hefur lítið spilað að undanförnu, og Albert Guðmundsson sem hefur spilað mikið og vel að undanförnu en á ekki upp á pallborðið hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Hvar svo sem hnífurinn stendur í kúnni væri óskandi að hann verði rifinn úr. Albert Guðmundsson er ekki í íslenska landsliðshópnum.vísir/hulda margrét Við erum ekki bara með nánast okkar sterkasta lið heldur eru margir í liðinu að spila stórvel um þessar mundir. Arnór Sigurðsson er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð, Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon ætla að bjarga Íslendingaliðinu Lyngby frá falli með mörkum og stoðsendingum, Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómsta hjá FC Kaupmannahöfn, Jóhann Berg Guðmundsson er í stóru hlutverki hjá langbesta liði ensku B-deildarinnar, Jón Dagur Þorsteinsson brillerar í Belgíu og svo mætti áfram telja. Það hefur svo sem ekki alltaf verið samansemmerki á milli þess að spila vel með félagsliði og íslenska landsliðinu. Á gullaldarskeiði þess voru menn oft í misjafnri stöðu hjá sínum félagsliðum en spiluðu alltaf eins og snillingar þegar þeir klæddust landsliðsbúningnum. En það getur ekki sakað að vera heitur með félagsliðinu sínu. Jón Dagur Þorsteinsson var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins á síðasta ári.vísir/hulda margrét Svo er það riðilinn sem Ísland er í. Hann er galopinn. Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum og vinnur hann með yfirburðum ef allt er eðlilegt. En Liechtenstein getur ekki neitt, Lúxemborg aðeins meira og útkoman úr þessum fjórum leikjum á alltaf að vera tólf stig. Þá snýst þetta um innbyrðis leikina gegn Slóvakíu og Bosníu. Þessi lið eru sterk en langt frá því að vera ósigrandi og möguleikinn á 2. sætinu er raunhæfur. Drögum þá aðeins fyri og slökkvum ljósin. Brúnin fer nefnilega virkilega að þyngjast þegar árangur síðustu ára er skoðaður. Síðan Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu hefur það spilað 29 leiki. Ellefu hafa tapast, þrettán endað með jafntefli og aðeins fimm unnist. Sigrarnir komu gegn Liechtenstein, San Marinó, Færeyjum og Venesúela. Fara þarf aftur til haustsins 2020 til að finna sigur hjá íslenska liðinu gegn sæmilega sterkum andstæðingi. Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið.vísir/hulda margrét Auðvitað hefur margt gengið á og Arnar hefur sjaldnast getað stillt upp sínu sterkasta liði en árangurinn er samt afleitur og gefur ekki neina ástæðu til bjartsýni. Arnar á allavega ekki neina innistæðu í ríkisbankanum. Hann þarf að byrja að vinna leiki, fleiri en gegn minnimáttar, og það strax. Tími afsakana er liðinn. Hann hefur fengið mikið traust frá stjórn KSÍ og fullt af leikjum til að móta liðið sitt. Núna er kominn tími til að borga til baka. Landsmenn sitja nú sveittir við að klára skattaskýrsluna sína og Arnar þarf núna að standa reikningsskil á eigin störfum. Efniviðurinn til að gera betur en síðustu ár er til staðar og möguleikar fyrir hendi í frekar veikum riðli í undankeppninni. Hvort kemur íslenska liðið út í plús eða mínus? Svarið við því fæst á næstu misserum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Já og nei. Byrjum á því að draga frá og hleypa sólarljósinu (í mesta gluggaveðri í heimi) inn. Fyrir það fyrsta erum við með okkar sterkasta lið í fyrsta sinn í háa herrans tíð ef frá eru taldir Birkir Bjarnason, sem hefur lítið spilað að undanförnu, og Albert Guðmundsson sem hefur spilað mikið og vel að undanförnu en á ekki upp á pallborðið hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Hvar svo sem hnífurinn stendur í kúnni væri óskandi að hann verði rifinn úr. Albert Guðmundsson er ekki í íslenska landsliðshópnum.vísir/hulda margrét Við erum ekki bara með nánast okkar sterkasta lið heldur eru margir í liðinu að spila stórvel um þessar mundir. Arnór Sigurðsson er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð, Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon ætla að bjarga Íslendingaliðinu Lyngby frá falli með mörkum og stoðsendingum, Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómsta hjá FC Kaupmannahöfn, Jóhann Berg Guðmundsson er í stóru hlutverki hjá langbesta liði ensku B-deildarinnar, Jón Dagur Þorsteinsson brillerar í Belgíu og svo mætti áfram telja. Það hefur svo sem ekki alltaf verið samansemmerki á milli þess að spila vel með félagsliði og íslenska landsliðinu. Á gullaldarskeiði þess voru menn oft í misjafnri stöðu hjá sínum félagsliðum en spiluðu alltaf eins og snillingar þegar þeir klæddust landsliðsbúningnum. En það getur ekki sakað að vera heitur með félagsliðinu sínu. Jón Dagur Þorsteinsson var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins á síðasta ári.vísir/hulda margrét Svo er það riðilinn sem Ísland er í. Hann er galopinn. Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum og vinnur hann með yfirburðum ef allt er eðlilegt. En Liechtenstein getur ekki neitt, Lúxemborg aðeins meira og útkoman úr þessum fjórum leikjum á alltaf að vera tólf stig. Þá snýst þetta um innbyrðis leikina gegn Slóvakíu og Bosníu. Þessi lið eru sterk en langt frá því að vera ósigrandi og möguleikinn á 2. sætinu er raunhæfur. Drögum þá aðeins fyri og slökkvum ljósin. Brúnin fer nefnilega virkilega að þyngjast þegar árangur síðustu ára er skoðaður. Síðan Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu hefur það spilað 29 leiki. Ellefu hafa tapast, þrettán endað með jafntefli og aðeins fimm unnist. Sigrarnir komu gegn Liechtenstein, San Marinó, Færeyjum og Venesúela. Fara þarf aftur til haustsins 2020 til að finna sigur hjá íslenska liðinu gegn sæmilega sterkum andstæðingi. Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið.vísir/hulda margrét Auðvitað hefur margt gengið á og Arnar hefur sjaldnast getað stillt upp sínu sterkasta liði en árangurinn er samt afleitur og gefur ekki neina ástæðu til bjartsýni. Arnar á allavega ekki neina innistæðu í ríkisbankanum. Hann þarf að byrja að vinna leiki, fleiri en gegn minnimáttar, og það strax. Tími afsakana er liðinn. Hann hefur fengið mikið traust frá stjórn KSÍ og fullt af leikjum til að móta liðið sitt. Núna er kominn tími til að borga til baka. Landsmenn sitja nú sveittir við að klára skattaskýrsluna sína og Arnar þarf núna að standa reikningsskil á eigin störfum. Efniviðurinn til að gera betur en síðustu ár er til staðar og möguleikar fyrir hendi í frekar veikum riðli í undankeppninni. Hvort kemur íslenska liðið út í plús eða mínus? Svarið við því fæst á næstu misserum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira