Tókust á við lögreglu og komu í veg fyrir handtöku Imrans Khans Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 11:18 Stuðningsmenn Imrans Khans haf atekist á við lögregluþjóna í Lahore frá því í gær. AP/K.M. Chaudary Til átaka kom milli lögregluþjóna og stuðningsmanna Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, þegar þeir fyrrnefndu reyndu að handtaka þann síðarnefnda í gær. Til stóð að handtaka hann fyrir að mæta ekki í dómsal vegna ákæra um spillingu en það reyndist erfitt. Þegar lögregluþjóna bar að garði við heimili Khans í Lahore í Pakistan voru þar fjölmargir stuðningsmenn hans sem stöðvuðu lögregluþjóna. Við tóku átök sem hafa enn ekki tekið enda og eru rúmlega tíu lögregluþjónar og um 35 mótmælendur sagðir slasaðir. Einnig hefur komið til mótmæla víðar í Pakistan. Eins og í Karachi, Islamabad og Peshawar, þar sem stuðningsmenn Khans hafa mótmælt því að reynt hafi verið að handtaka hann. Lögregluþjónar hafa beitt táragasi gegn stuðningsmönnum Khans, sem hafa kastað grjóti og múrsteinum að lögregluþjónum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir að yfirvöld séu að senda lögreglunni í Lahore liðsauka svo hægt sé að ljúka umsátrinu um heimili Khans og handtaka hann. Khan steig út úr húsi sínu í morgun og ræddi við stuðningsmenn sína. Hann sagðist tilbúinn til að fara til Islamabad og mæta í dómsal þann 18. mars en að lögreglan hefði ekki samþykkt það. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Honum hafði verið skipað að mæta í dómsal á síðasta föstudag og svara ásökunum um það að hann hefði selt gjafir sem hann fékk á meðan hann var í embætti forsætisráðherra og um að hann hafði reynt að leyna eignum sínum. Khan hefur haldið því fram að hann hafi ekki getað ferðast til Islamabada vegna sára sem hann hlaut í áðurnefndri skotárás. Hann fór þó til Islamabad í síðustu viku og fór í þrjá dómsali vegna þriggja mismunandi dómsmála. Hann mætti þó ekki í þann fjórða, þar sem verið var að taka fyrir spillingarmálið. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Shahbaz Sharif, núverandi forsætisráðherra, segir það ekki rétt. Dómstólar hafi gefið út handtökuskipun gegn Khan og ekki sé verið að beita hann ofsóknum. „Við munum handtaka hann og það verður gert samkvæmt dómstólum,“ hefur AP eftir einum yfirmönnum lögreglunnar í Lahore. Pakistan Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði við heimili Khans í Lahore í Pakistan voru þar fjölmargir stuðningsmenn hans sem stöðvuðu lögregluþjóna. Við tóku átök sem hafa enn ekki tekið enda og eru rúmlega tíu lögregluþjónar og um 35 mótmælendur sagðir slasaðir. Einnig hefur komið til mótmæla víðar í Pakistan. Eins og í Karachi, Islamabad og Peshawar, þar sem stuðningsmenn Khans hafa mótmælt því að reynt hafi verið að handtaka hann. Lögregluþjónar hafa beitt táragasi gegn stuðningsmönnum Khans, sem hafa kastað grjóti og múrsteinum að lögregluþjónum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir að yfirvöld séu að senda lögreglunni í Lahore liðsauka svo hægt sé að ljúka umsátrinu um heimili Khans og handtaka hann. Khan steig út úr húsi sínu í morgun og ræddi við stuðningsmenn sína. Hann sagðist tilbúinn til að fara til Islamabad og mæta í dómsal þann 18. mars en að lögreglan hefði ekki samþykkt það. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Honum hafði verið skipað að mæta í dómsal á síðasta föstudag og svara ásökunum um það að hann hefði selt gjafir sem hann fékk á meðan hann var í embætti forsætisráðherra og um að hann hafði reynt að leyna eignum sínum. Khan hefur haldið því fram að hann hafi ekki getað ferðast til Islamabada vegna sára sem hann hlaut í áðurnefndri skotárás. Hann fór þó til Islamabad í síðustu viku og fór í þrjá dómsali vegna þriggja mismunandi dómsmála. Hann mætti þó ekki í þann fjórða, þar sem verið var að taka fyrir spillingarmálið. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Shahbaz Sharif, núverandi forsætisráðherra, segir það ekki rétt. Dómstólar hafi gefið út handtökuskipun gegn Khan og ekki sé verið að beita hann ofsóknum. „Við munum handtaka hann og það verður gert samkvæmt dómstólum,“ hefur AP eftir einum yfirmönnum lögreglunnar í Lahore.
Pakistan Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira