Hvað er að gerast í ASÍ? Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2023 10:31 Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun