Blandað kerfi er allra hagur Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. mars 2023 09:30 Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun