Blandað kerfi er allra hagur Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. mars 2023 09:30 Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun