Streymisstríðið og Backstreet Boys Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. mars 2023 08:01 Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga. Þegar besta lag sveitarinnar, Everybody eða Backstreet‘s Back (jú víst, láttu ekki svona), ruddist inn í útvörp og sjónvörp landsmanna árið 1997 voru einungis fjögur ár frá því strákunum var fyrst klastrað saman. Þau voru ansi örlát í skilgreiningunni á „back“ eða endurkomu á þessum tíma. Þessari merkilegu endurkomu fylgdi að tveimur árum liðnum platan Millennium og allt ætlaði um koll að keyra. 15 ára tekjusamdráttur Millennium er vissulega merkileg fyrir margra hluta sakir en í mínum huga ekki síst vegna þess að akkúrat á þeim tíma sem hún kleif hvað hæst á vinsældalistunum (hún seldist í 11 milljónum eintaka) náði sala geisladiska hámarki á heimsvísu. Ekki bara það heldur urðu tekjur tónlistariðnaðarins meiri en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Hvort það var strákunum að kenna, plötunni eða einhverju öðru (svo sem ólöglegu niðurhali) hófst með útgáfu Millennium tímabil stöðugs samdráttar í tekjum iðnaðarins sem snérist ekki í vöxt að nýju fyrr en 15 árum síðar. Hér skal þó tekið fram að um tekjur iðnaðarins sjálfs er að ræða og ekki er tekið tillit til þeirra tekna sem tónlistarfólk hefur sem dæmi þénað af tónleikahaldi á tímabilinu. Sömuleiðis er gott að hafa í huga að tekjur jafngilda ekki arðsemi. Útgáfu plötu, geisladisks eða snældu fylgir heilmikill kostnaður við framleiðslu, dreifingu og smásölu sem útgefendur tónlistar á vefnum þurfa ekki að hafa áhyggjur af í sama mæli. Tekjur af streymi tónlistar vega því á endanum talsvert þyngra í vösum þeirra sem í hlut eiga en plötusala. Streymið tekið við Eins og sjá má á myndinni að ofan hefur nokkuð heilbrigður tekjuvöxtur verið í greininni frá því botninum var náð árið 2014. Til gamans má geta að Taylor Swift átti þá mest seldu plötu ársins. Vöxtinn má að nær öllu leyti rekja til streymis, sem tekið hefur við af niðurhali sem vaxtarbroddur í dreifingu og sölu stafrænnar tónlistar. Ef litið er framhjá kínverskum streymisveitum virðist sem slagurinn um yfirburðarstöðu á streymismarkaðinum standi á milli Spotify og Apple. Þar sem rekstur streymisveitu hefur sjaldan ef nokkru sinni skilað hagnaði hefur megináhersla þeirra sem keppa á markaðinum verið að ná sem mestum fjölda áskrifenda eins hratt og mögulegt er. Á einhverjum tímapunkti hljóti að koma að því að reksturinn verði arðbær og þeir stærstu muni hagnast mest. Þannig hefur í það minnsta verið talað. Á myndinni að neðan sjáum við sundurliðun á áskrifendafjölda helstu streymisveitna, utan þeirra kínversku. Þann fyrirvara skal setja við Amazon og YouTube að tónlistarstreymi getur verið pakkað saman með annarri þjónustu. Þá er streymi á Google Play ekki tekið með, en síðast þegar fréttir bárust af þeim, vorið 2019, greiddu 15 milljónir áskrifenda fyrir þjónustuna. Loks geta tekjur borist frá fríu streymi þar sem hlustandinn þarf að sætta sig við að hlusta á auglýsingar. Eftir mjög öfluga innkomu á markaðinn hefur talsvert dregið úr vexti Apple Music. Undanfarin ár hefur áskrifendum Spotify fjölgað mun hraðar en hjá samkeppnisaðilanum en hvaða áhrif hefur það haft á reksturinn? Hvenær fer Spotify að skila hagnaði? Það er þolinmótt fjármagnið sem lagt hefur verið inn í Spotify. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun áskrifenda og tekjuaukningu samhliða því hefur veitan aldrei verið rekin réttu megin við núllið. Vissulega eru fjárfestingar fyrirtækisins enn mjög miklar en fjárfestar virðast vera orðnir nokkuð óþreyjufullir. Hlutabréfaverðið fór hæst snemma árs 2021 en hefur frá þeim tíma fallið um 2/3. Stærsti aðilinn í helsta vaxtarbroddi dreifingar tónlistar í dag, í iðnaði í örum vexti hefur enn ekki getað skilað hagnaði. Enn fjölgar áskrifendum þó hratt og samkeppninni því langt í frá lokið. Þegar mesta vaxtarfasanum lýkur tekur hefðbundnari rekstur með áherslu á arðsemi væntanlega við og þá verður spennandi að sjá hvort kenningin sem allt virðist byggja á þessa dagana heldur; að flestir áskrifendur skili mestum hagnaði. Sú virðist raunin í það minnsta alls ekki vera í dag. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Tónleikar á Íslandi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga. Þegar besta lag sveitarinnar, Everybody eða Backstreet‘s Back (jú víst, láttu ekki svona), ruddist inn í útvörp og sjónvörp landsmanna árið 1997 voru einungis fjögur ár frá því strákunum var fyrst klastrað saman. Þau voru ansi örlát í skilgreiningunni á „back“ eða endurkomu á þessum tíma. Þessari merkilegu endurkomu fylgdi að tveimur árum liðnum platan Millennium og allt ætlaði um koll að keyra. 15 ára tekjusamdráttur Millennium er vissulega merkileg fyrir margra hluta sakir en í mínum huga ekki síst vegna þess að akkúrat á þeim tíma sem hún kleif hvað hæst á vinsældalistunum (hún seldist í 11 milljónum eintaka) náði sala geisladiska hámarki á heimsvísu. Ekki bara það heldur urðu tekjur tónlistariðnaðarins meiri en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Hvort það var strákunum að kenna, plötunni eða einhverju öðru (svo sem ólöglegu niðurhali) hófst með útgáfu Millennium tímabil stöðugs samdráttar í tekjum iðnaðarins sem snérist ekki í vöxt að nýju fyrr en 15 árum síðar. Hér skal þó tekið fram að um tekjur iðnaðarins sjálfs er að ræða og ekki er tekið tillit til þeirra tekna sem tónlistarfólk hefur sem dæmi þénað af tónleikahaldi á tímabilinu. Sömuleiðis er gott að hafa í huga að tekjur jafngilda ekki arðsemi. Útgáfu plötu, geisladisks eða snældu fylgir heilmikill kostnaður við framleiðslu, dreifingu og smásölu sem útgefendur tónlistar á vefnum þurfa ekki að hafa áhyggjur af í sama mæli. Tekjur af streymi tónlistar vega því á endanum talsvert þyngra í vösum þeirra sem í hlut eiga en plötusala. Streymið tekið við Eins og sjá má á myndinni að ofan hefur nokkuð heilbrigður tekjuvöxtur verið í greininni frá því botninum var náð árið 2014. Til gamans má geta að Taylor Swift átti þá mest seldu plötu ársins. Vöxtinn má að nær öllu leyti rekja til streymis, sem tekið hefur við af niðurhali sem vaxtarbroddur í dreifingu og sölu stafrænnar tónlistar. Ef litið er framhjá kínverskum streymisveitum virðist sem slagurinn um yfirburðarstöðu á streymismarkaðinum standi á milli Spotify og Apple. Þar sem rekstur streymisveitu hefur sjaldan ef nokkru sinni skilað hagnaði hefur megináhersla þeirra sem keppa á markaðinum verið að ná sem mestum fjölda áskrifenda eins hratt og mögulegt er. Á einhverjum tímapunkti hljóti að koma að því að reksturinn verði arðbær og þeir stærstu muni hagnast mest. Þannig hefur í það minnsta verið talað. Á myndinni að neðan sjáum við sundurliðun á áskrifendafjölda helstu streymisveitna, utan þeirra kínversku. Þann fyrirvara skal setja við Amazon og YouTube að tónlistarstreymi getur verið pakkað saman með annarri þjónustu. Þá er streymi á Google Play ekki tekið með, en síðast þegar fréttir bárust af þeim, vorið 2019, greiddu 15 milljónir áskrifenda fyrir þjónustuna. Loks geta tekjur borist frá fríu streymi þar sem hlustandinn þarf að sætta sig við að hlusta á auglýsingar. Eftir mjög öfluga innkomu á markaðinn hefur talsvert dregið úr vexti Apple Music. Undanfarin ár hefur áskrifendum Spotify fjölgað mun hraðar en hjá samkeppnisaðilanum en hvaða áhrif hefur það haft á reksturinn? Hvenær fer Spotify að skila hagnaði? Það er þolinmótt fjármagnið sem lagt hefur verið inn í Spotify. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun áskrifenda og tekjuaukningu samhliða því hefur veitan aldrei verið rekin réttu megin við núllið. Vissulega eru fjárfestingar fyrirtækisins enn mjög miklar en fjárfestar virðast vera orðnir nokkuð óþreyjufullir. Hlutabréfaverðið fór hæst snemma árs 2021 en hefur frá þeim tíma fallið um 2/3. Stærsti aðilinn í helsta vaxtarbroddi dreifingar tónlistar í dag, í iðnaði í örum vexti hefur enn ekki getað skilað hagnaði. Enn fjölgar áskrifendum þó hratt og samkeppninni því langt í frá lokið. Þegar mesta vaxtarfasanum lýkur tekur hefðbundnari rekstur með áherslu á arðsemi væntanlega við og þá verður spennandi að sjá hvort kenningin sem allt virðist byggja á þessa dagana heldur; að flestir áskrifendur skili mestum hagnaði. Sú virðist raunin í það minnsta alls ekki vera í dag. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun