„Ég hata fréttamenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 10:30 Ingrid Landmark Tandrevold talar við þjálfara sinn á Patrick Oberegger á HM í Nove Mesto. Getty/Christian Manzoni Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold klúðraði gjörsamlega boðgöngunni fyrir þjóð sína á HM á dögunum, var mjög pirruð í viðtölum eftir keppnina og missti sig síðan á samfélagsmiðlinum Youtube. Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold. Skíðaíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold.
Skíðaíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira