Katrín Tanja skiptir bókstaflega um lit á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 08:20 Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að breyta mörgum hlutum hjá sér á nýju ári. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir missti af heimsleikunum í fyrra þeim fyrstu í átta ár. Katrín hefur breytt miklu síðan þá. Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað. CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað.
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira