Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 14:31 Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Reiss Nelson gegn Bournemouth. EPA-EFE/Daniel Hambury Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25
„Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00
Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29