Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 15:06 Pétur Bergþór Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. Blönduós er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.
Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira