„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 13:03 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll. Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll.
Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08