Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2023 10:33 Sigurður Gísli Bond Snorrason mun ekki spila fótbolta á Íslandi á þessu ári eftir að hafa veðjað á eigin leiki. Vísir/Egill Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05
Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34