Tekur því ekki lengur sem sjálfsögðum hlut að spila fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 11:30 Hilmar Árni Halldórsson er klár í slaginn á nýjan leik. vísir/sigurjón Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla tekur Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson því að spila fótbolta ekki lengur sem sjálfgefnum hlut. Hilmar Árni er kominn aftur á ferðina eftir krossbandsslit og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan sigraði Njarðvík, 3-1, í Lengjubikarnum um helgina. „Maður er bara spenntur. Ég er búinn að taka einhverja fjóra leiki. Það er ótrúlega gaman að vera hluti af þessu aftur og það er mikil spenna fyrir komandi tímabili,“ sagði Hilmar Árni í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var erfitt en samt lærdómsríkt. Þetta neyðir þig til að horfa á leikinn með öðrum augum. Eins og ég sagði einhvers staðar þá tekur maður þessu vonandi ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Þrátt fyrir að vera meiddur var Hilmar Árni þó hluti af Stjörnuliðinu á síðasta tímabili og var jafnan á varamannabekk liðsins. „Það er öðruvísi að spila ekki leikinn, bæði hvernig maður les leikinn á hliðarlínunni og síðan tilfinningin að vera ekki inni í klefanum en vera hluti af þessu dags daglega. Það er erfitt og á köflum svolítið sárt en það er lærdómur í því. Þess vegna er maður þeim mun glaðari að vera kominn aftur.“ Hilmar Árni er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 59 mörk.vísir/bára Stjörnunni hefur gengið vel í Lengjubikarnum og Hilmar Árni kveðst fullur tilhlökkunar fyrir næsta tímabili. „Ég er bjartsýnn. Liðið lítur ágætlega út og við höfum náð ágætis úrslitum. Núna horfir maður á hvernig við tökum næsta skref. Við sýndum á köflum frábæran fótbolta á síðasta tímabili og það er fullt af ungum og skemmtilegum leikmönnum í þessu liði. Núna, korter í mót, er spennandi að sjá hverjir stíga upp,“ sagði Hilmar Árni. Viðtalið við Hilmar Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Hilmar Árni er kominn aftur á ferðina eftir krossbandsslit og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan sigraði Njarðvík, 3-1, í Lengjubikarnum um helgina. „Maður er bara spenntur. Ég er búinn að taka einhverja fjóra leiki. Það er ótrúlega gaman að vera hluti af þessu aftur og það er mikil spenna fyrir komandi tímabili,“ sagði Hilmar Árni í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var erfitt en samt lærdómsríkt. Þetta neyðir þig til að horfa á leikinn með öðrum augum. Eins og ég sagði einhvers staðar þá tekur maður þessu vonandi ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Þrátt fyrir að vera meiddur var Hilmar Árni þó hluti af Stjörnuliðinu á síðasta tímabili og var jafnan á varamannabekk liðsins. „Það er öðruvísi að spila ekki leikinn, bæði hvernig maður les leikinn á hliðarlínunni og síðan tilfinningin að vera ekki inni í klefanum en vera hluti af þessu dags daglega. Það er erfitt og á köflum svolítið sárt en það er lærdómur í því. Þess vegna er maður þeim mun glaðari að vera kominn aftur.“ Hilmar Árni er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 59 mörk.vísir/bára Stjörnunni hefur gengið vel í Lengjubikarnum og Hilmar Árni kveðst fullur tilhlökkunar fyrir næsta tímabili. „Ég er bjartsýnn. Liðið lítur ágætlega út og við höfum náð ágætis úrslitum. Núna horfir maður á hvernig við tökum næsta skref. Við sýndum á köflum frábæran fótbolta á síðasta tímabili og það er fullt af ungum og skemmtilegum leikmönnum í þessu liði. Núna, korter í mót, er spennandi að sjá hverjir stíga upp,“ sagði Hilmar Árni. Viðtalið við Hilmar Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira