„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 20:14 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25