Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 22:02 Það tók bræðurna ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Facebook Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“ England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“
England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira