Ryðjum menntabrautina Hrönn Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 09:32 Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun