Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 14:10 Þorbjörg Sigríður segir biðtíma eftir afplánun ævintýralega langan, miklu lengri en hún hefði getað ímyndað sér. Á því ófremdarástandinu hljóti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að bera. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður. Alþingi Fangelsismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira