Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 07:21 Eldsneytið kom frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Aðsent Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna. Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna.
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05