Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 23:10 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01