„Ég hef aldrei séð svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 19:44 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er formaður Villikatta. Vísir Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“ Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira