Þingmaður kallar Ásgeir Jónsson ofsatrúar- og hryðjuverkabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2023 14:24 Forseta þingsins þótti Guðmundur Ingi helst til gífuryrtur þegar hann talaði um fjarstaddan Seðlabankastjórann sem Guðmundur sagði hryðjuverkabankastjóra og ofsatrúarmann. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins hélt sannkallaða eldræðu á þinginu nú síðdegis og sparaði ekki stóru orðin. Reyndar þurfti Birgir Ármannsson forseti þingsins að gera athugasemdir við orðfærið og taldi þingmanninn helst til gífuryrtan. „Forseti hlýtur að gera athugasemdir við það að fjarstaddir menn séu uppnefndir hér ítrekað í ræðustól. Jafnvel þó þingmönnum geti verið heitt í hamsi. Og þó þeir hafi athugasemdir við embættisfærslur einstakra manna þá er ekki í samræmi við þingsköp að uppnefna fjarstadda menn sem eru þar að auki ekki hér til að svara fyrir sig,“ segir Birgir og sló í bjöllu sína. Fjárhagsleg hryðjuverkastarfsemi Guðmundur Ingi gerði stýrivaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu að umtalsefni. „Á einu ári hefur ofsatrúarmaðurinn í Seðlabankanum aukið mánaðarlegar greiðslur á unga fólkið okkar sem er að stofna sitt fyrsta heimili um 130 til 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta er ein og hálf milljón til þrjár milljónir á ári. Þetta er ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi,“ sagði Guðmundur í upphafi sinnar ræðu. Hann var bara að hita upp. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri fékk það óþvegið hjá þingmanninum Guðmundi Inga.vísir/vilhelm „Með stanslausum hækkunum á stýrivöxtum heldur þessi fjárhagslega hryðjuverkastarfsemi áfram gagnvart ungu fólki sem getur á engan hátt varið sig. Fjárhagslega ofbeldið heldur áfram hjá hryðjuverkabankastjóranum við Arnarhól sem hefur ofsatrú á hækkunum stýrivaxta sem bitna ekki á honum eða hans fólki sem eru á ofurlaunum, nei, þetta fjárhagslega ofbeldi bitnar bara á þeim verst settu sem í góðri trú trúðu honum þegar hann talaði um lágvaxtalandi Ísland, sem hann væri búinn að skapa til framtíðar.“ Ofsatrúarmaðurinn við Arnarhól Guðmundur Ingi sagði alveg ljóst að tekjur unga fólksins munu ekki standa undir þessu „stýrivaxtaofbeldi“ lengi, það getur enginn staðið undir greiðslubyrði sem farið hefur úr 30 prósent af ráðstöfunartekjum yfir í 60 til 70 prósent af þeim eða meira.“ Og þingmaðurinn spurði hvar ríkisstjórnin væri eiginlega? Hvar er hún? „Hæstvirtur forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðust hafa fullt af ráðum til að vinna á verðbólgunni í óundirbúnum fyrirspurnum. Þau eru enn að skoða málið, virða það fyrir sér, hugsa um það. En gera svo ekkert og leyfa stýrivaxtaofsatrúarmanninum í Seðlabankanum að fá lausan tauminn með fjárhagslegu stýrivaxtaofbeldi fyrir heimilunum. Ríkisstjórnin situr aðgerðalaus og horfir alvarlegum augum í gaupnir sér. Og trúir í blindni á trúarbrögð í hagstjórninni og stórfurðulega hugmyndafræði seðlabankastjóra og hans liðs sem eru að sjá til þess að stærra og stærra hlutfall heimila ná ekki endum saman.“ Guðmundur sagði þetta leggja heimilin í rjúkandi rúst sagði að við svo búið mætti ekki standa. Seðlabankinn Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Ef við værum með evruna væri verðbólga miklu hærri“ Ef Ísland hefði tekið upp evru væri verðbólga hér á landi „miklu hærri“ en hún er nú og þrátt fyrir lækkandi orkuverð í Evrópu eru verðbólguhorfurnar þar „ekki endilega" betri en á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. 21. febrúar 2023 13:29 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Forseti hlýtur að gera athugasemdir við það að fjarstaddir menn séu uppnefndir hér ítrekað í ræðustól. Jafnvel þó þingmönnum geti verið heitt í hamsi. Og þó þeir hafi athugasemdir við embættisfærslur einstakra manna þá er ekki í samræmi við þingsköp að uppnefna fjarstadda menn sem eru þar að auki ekki hér til að svara fyrir sig,“ segir Birgir og sló í bjöllu sína. Fjárhagsleg hryðjuverkastarfsemi Guðmundur Ingi gerði stýrivaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu að umtalsefni. „Á einu ári hefur ofsatrúarmaðurinn í Seðlabankanum aukið mánaðarlegar greiðslur á unga fólkið okkar sem er að stofna sitt fyrsta heimili um 130 til 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta er ein og hálf milljón til þrjár milljónir á ári. Þetta er ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi,“ sagði Guðmundur í upphafi sinnar ræðu. Hann var bara að hita upp. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri fékk það óþvegið hjá þingmanninum Guðmundi Inga.vísir/vilhelm „Með stanslausum hækkunum á stýrivöxtum heldur þessi fjárhagslega hryðjuverkastarfsemi áfram gagnvart ungu fólki sem getur á engan hátt varið sig. Fjárhagslega ofbeldið heldur áfram hjá hryðjuverkabankastjóranum við Arnarhól sem hefur ofsatrú á hækkunum stýrivaxta sem bitna ekki á honum eða hans fólki sem eru á ofurlaunum, nei, þetta fjárhagslega ofbeldi bitnar bara á þeim verst settu sem í góðri trú trúðu honum þegar hann talaði um lágvaxtalandi Ísland, sem hann væri búinn að skapa til framtíðar.“ Ofsatrúarmaðurinn við Arnarhól Guðmundur Ingi sagði alveg ljóst að tekjur unga fólksins munu ekki standa undir þessu „stýrivaxtaofbeldi“ lengi, það getur enginn staðið undir greiðslubyrði sem farið hefur úr 30 prósent af ráðstöfunartekjum yfir í 60 til 70 prósent af þeim eða meira.“ Og þingmaðurinn spurði hvar ríkisstjórnin væri eiginlega? Hvar er hún? „Hæstvirtur forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðust hafa fullt af ráðum til að vinna á verðbólgunni í óundirbúnum fyrirspurnum. Þau eru enn að skoða málið, virða það fyrir sér, hugsa um það. En gera svo ekkert og leyfa stýrivaxtaofsatrúarmanninum í Seðlabankanum að fá lausan tauminn með fjárhagslegu stýrivaxtaofbeldi fyrir heimilunum. Ríkisstjórnin situr aðgerðalaus og horfir alvarlegum augum í gaupnir sér. Og trúir í blindni á trúarbrögð í hagstjórninni og stórfurðulega hugmyndafræði seðlabankastjóra og hans liðs sem eru að sjá til þess að stærra og stærra hlutfall heimila ná ekki endum saman.“ Guðmundur sagði þetta leggja heimilin í rjúkandi rúst sagði að við svo búið mætti ekki standa.
Seðlabankinn Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Ef við værum með evruna væri verðbólga miklu hærri“ Ef Ísland hefði tekið upp evru væri verðbólga hér á landi „miklu hærri“ en hún er nú og þrátt fyrir lækkandi orkuverð í Evrópu eru verðbólguhorfurnar þar „ekki endilega" betri en á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. 21. febrúar 2023 13:29 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Ef við værum með evruna væri verðbólga miklu hærri“ Ef Ísland hefði tekið upp evru væri verðbólga hér á landi „miklu hærri“ en hún er nú og þrátt fyrir lækkandi orkuverð í Evrópu eru verðbólguhorfurnar þar „ekki endilega" betri en á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. 21. febrúar 2023 13:29
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29
Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. 8. febrúar 2023 08:31