„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 11:00 Aron Dagur Pálsson er klár í slaginn gegn PAUC í kvöld. VÍSIR/VILHELM Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. „Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
„Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira