Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 07:22 Youngkin vill takmarka verulega rétt kvenna til þungunarrofs. epa/Shawn Thew Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna