Neita sök í hoppukastalamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2023 13:49 Frá vettvangi slyssins sumarið 2021. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar. Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar.
Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32