Karólína Lea: Það var ömurlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 10:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir síðasta landsleik sinn sem var á móti Frakklandi í júlí í fyrra. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt á ný í íslenska kvennalandsliðið og mun í dag spila sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. „Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira