Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2023 14:48 Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Fyrir aftan hana má sjá glitta í John Kirby, samskiptastjóra Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. AP Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum. Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist. Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist.
Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01