„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 20:30 Kári Jónsson var allt annað en sátur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. „Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09