„Grátklökk millistéttarályktun“ Alþýðusambandsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 19:16 Sólveig Anna skýtur föstum skotum á Alþýðusambandið. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skýtur föstum skotum á Kristján Þórð Snæbjarnarsson forseta ASÍ og krefst þess að miðstjórn sambandsins skýri nánar ályktun sem birt var í dag. Hún segir réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun fyrr í dag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. ASÍ greinir ekki nákvæmlega frá því hvaða ummæli átt er við en Sólveig Anna sagði í dag að Bjarni Benediktsson hafi neitað að ræða við Eflingu vegna þess að hann hataði fátækt fólk og væri kynþáttahatari. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni ummælin fráleit og til skammar. Sjá einnig: Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Óalandi og óferjandi hyski? Sólveig Anna sendi Kristjáni Þórði forseta ASÍ tölvupóst fyrr í dag, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krefst Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32 Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun fyrr í dag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. ASÍ greinir ekki nákvæmlega frá því hvaða ummæli átt er við en Sólveig Anna sagði í dag að Bjarni Benediktsson hafi neitað að ræða við Eflingu vegna þess að hann hataði fátækt fólk og væri kynþáttahatari. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni ummælin fráleit og til skammar. Sjá einnig: Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Óalandi og óferjandi hyski? Sólveig Anna sendi Kristjáni Þórði forseta ASÍ tölvupóst fyrr í dag, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krefst Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32 Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53