Flutt í burtu eftir áfallið og vill að Birkir komi með Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. @gordonsophie Eftir að hafa vaknað upp við jarðskjálfta að stærð 7,8, ein í íbúð þeirra Birkis Bjarnasonar í Adana, hefur fyrirsætan Sophie Gordon ákveðið að yfirgefa Tyrkland fyrir fullt og allt. Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum. Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum.
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira