Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2023 07:32 Kevin Durant vildi losna frá Brooklyn Nets og mun leika með Phoenix SUns. Getty Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla. NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla.
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum