Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:34 Fredrik Gulbrandsen er leikmaður Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason. Getty/Mustafa Ciftci Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku. Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen) Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen)
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira