„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 23:00 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti. Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46