„Leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun“ Atli Arason skrifar 3. febrúar 2023 23:01 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að grínast örlítið og brosa út að eyrum eftir öflugan 20 stiga sigur hans manna á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld, 109-89. „Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn